Bókin Nonni gefin í grunnskóla Akureyrar

Fjögur fyrirtæki, Þekking, Sparisjóður Norðlendinga, Norðlenska og Norðurmjólk (nú MS) hafa fært grunnskólum Akureyrar kærkomna gjöf. Um er að ræða bekkjarsett af bókinni Nonni, en hún kom fyrst út í Þýskalandi árið 1913 og hófst þá frægðarferill Jóns Sveinssonar -Nonna.

Hinn 16. nóvember sl. voru 150 ár liðin frá fæðingu Nonna og í tilefni af þeim tímamótum hafa börn í grunnskólum Akureyrar verið dugleg að lesa bækurnar og heimsækja Nonnahús. Í Síðuskóla var þemavikan hjá yngri börnunum tileinkuð Nonna og léku ísbirnir stórt hlutverk.

Nýjast