Bókamarkaðurinn á Akureyri

Hinn árlegi Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda er kominn til Akureyrar. Markaðurinn var opnaður í gær að Gleráreyrum 2 og stendur til 26. apríl. Opið er alla daga frá kl. 11-18 en þó verður lokað á föstudaginn langa og páskadag.  

Kristján Karl Kristjánsson rekstrarstjóri segir að markaðurinn sé svipaður að stærð og á síðasta ári og titlarnir um 4-5000. Að þessu sinni verða einnig til sölu merkilegar fornbækur, sem er nýmæli.

Nýjast