Blikar lögðu Þórsara að velli í Höllinni

Breiðablik lagði Þór að velli í kvöld, 92:77, er liðin áttust við í Íþróttahöllinni á Akureyri í 1. deild karla í körfubolta. Óðinn Ásgeirsson skoraði 30 stig fyrir Þór í leiknum og Wesley Hsu 14 stig. Arnar Pétursson var stigahæstur í hjá Blikum með 22 stig en Nick Brady kom næst honum með 20 stig.

 

Með sigrinum er Breiðablik komið með 14 stig í 4-5. sæti deildarinnar, en Þór hefur 18 stig í öðru sæti. 

Nýjast