Björninn og Skautafélag Akureyrar mætast öðru sinni í kvöld í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí kvenna. SA vann fyrsta leikinn fyrir norðan sl. laugardag en nú mætast liðin á heimavelli Bjarnarins í Egilshöllinni og hefst leikurinn kl. 19:15 í kvöld.
Vinna þarf þrjá leiki til þess að verða Íslandsmeistari og með sigri í kvöld geta norðanstúlkur orðið Íslandsmeistarar á heimavelli á miðvikudaginn kemur.