Landsliðsmaðurinn Björgvin Björgvinsson frá Dalvík keppir á heimsbikarmóti í alpagreinum í Zagreb á morgun, fimmtudag. Mótið hefst klukkan 13:45 (ísl tíma) og er áætlað að seinni ferð hefjist kl 16:45.
Björgvin er í góðu formi og segir aðstæður ytra vera mjög góðar. Björgvin virðist kunna vel við sig í Zagreb en hann hefur náð góðum árangri þar í brekkunum undanfarin tvö ár.