Bjarni bóksali ræðumaður á morgunfundi Stefnu

Hinn árlegi 1. maí morgunfundur Stefnu - félags vinstri manna verður í Kaffi Amor við Ráðhústorg  kl. 10.45. Ræðuna heldur Bjarni Harðarson bóksali á Selfossi. Bjarni er sem kunnugt er gunnreifur baráttumaður og skemmtinn ræðumaður. Þá er að vanda á dagskrá margs kyns söngur og upplestur tengdur málstað dagsins.  

Kaffi er til sölu og styrkja má fundinn með klinki í bauk, segir í fréttatilkynningu. Fundi stýrir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur. Öllum opið.

Kjörorð Stefnu eru nú þessi:

• Skattpeninga í atvinnusköpun - ekki í skuldir banka og auðmanna!

• Verndum sjálfsákvörðun og lýðræði - drögum ESB-umsókn tilbaka!

• Gegn árásum ríkisstjórnarinnar á velferðarkerfið!

• Vekjum stéttarfélögin til baráttu gegn kreppuárásum!

• Seljum ekki nýtingarrétt á orkuauðlindunum!

• Enga aðild að innrásarstríðum - Ísland úr NATO!

• NATO út úr Líbýu!

• Jafnrétti kynjanna!

• Auðvaldskreppa, auðvaldsrányrkja og auðvaldsstríð... Svarið er sósíalismi! 

Nýjast