Kaffi er til sölu og styrkja má fundinn með klinki í bauk, segir í fréttatilkynningu. Fundi stýrir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur. Öllum opið.
Kjörorð Stefnu eru nú þessi:
• Skattpeninga í atvinnusköpun - ekki í skuldir banka og auðmanna!
• Verndum sjálfsákvörðun og lýðræði - drögum ESB-umsókn tilbaka!
• Gegn árásum ríkisstjórnarinnar á velferðarkerfið!
• Vekjum stéttarfélögin til baráttu gegn kreppuárásum!
• Seljum ekki nýtingarrétt á orkuauðlindunum!
• Enga aðild að innrásarstríðum - Ísland úr NATO!
• NATO út úr Líbýu!
• Jafnrétti kynjanna!
• Auðvaldskreppa, auðvaldsrányrkja og auðvaldsstríð... Svarið er sósíalismi!