Bjarni annar markahæsti leikmaður N1-deildarinnar

Bjarni Fritzson leikmaður Akureyrar hafnaði í öðru sæti yfir markahæstu leikmenn N1-deildar karla í handbolta en lokaumferð deildarinnar fór fram sl. fimmtudag. Bjarni skoraði 164 mörk í 21 leik en markakóngur er Ragnar Jóhannsson frá Selfossi með 172 mörk. Þetta kemur fram í úttekt Morgunblaðsins í dag.

Akureyringar eiga þrjá leikmenn á topp 15 listanum. Oddur Gretarsson er í níunda sæti með 111 mörk og Guðmundur Hólmar Helgason er í tólfta sæti með 103 mörk.

Bjarni hefur átt frábært tímabil með Akureyrarliðinu í vetur og verið einn besti leikmaður liðsins. Hann gerði eins árs samning við félagið í haust en eins og fram kemur í nýjasta tölublaði Vikudags eru allar líkur á því að Bjarni verði áfram með liðinu næsta vetur.  

Nýjast