Bjarki setti Íslandsmet í stangarstökki

Bjarki Gíslason, UFA, setti Íslandsmet í stangarstökki á frjálsíþróttarmóti sem Fjölnir hélt í Laugardagshöllinni sl. miðvikudag. Bjarki stökk 4,81 m og bætti Íslandsmetið í flokkum 19-20 ára og 21-22 ára.

Þar með endurheimti Bjarki metið sem Einar Daði Lárusson, ÍR, tók af honum fyrr í mánuðinum er hann stökk 4, 70 m. Þessi árangur Bjarka mun vera fjórði besti árangur Íslendings í stangarstökki frá upphafi, bæði utan og innanhúss.

Nýjast