Bjarki með stórleik í sigri Þórs

Þór landaði sínum fyrsta sigri á leiktíðinni í 1. deild karla í körfubolta þegar liðið lagði ÍA að velli á Akranesi í kvöld, 90:84, eftir að staðan hafði verið jöfn í hálfleik, 49:49.

Bjarki Ármann Oddsson átti stórleik fyrir Þór í kvöld og skoraði 31 stig í leiknum. Næstir í stigaskorun hjá Þór voru Páll Halldór Kristinsson með 17 stig, Björgvin Jóhannesson 11 stig, Elvar Þór Sigurjónsson 10 stig og aðrir minna. Hjá ÍA voru stigahæstir þeir Halldór Gunnar Jónsson með 18 stig og Hörður Nikulásson með 17 stig.

Nýjast