07. október, 2007 - 10:38
Bílvelta varð í Ljósavatnsskarði í morgun. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum, sennilega vegna hálku. Fjórir voru í bifreiðinni og er ekki talið að þeir hafi meiðst alvarlega. Lögregla frá Akureyri og sjúkrabíll frá Húsavík fóru á vettvang.