Biðlisti eftir öldrunarrýmum styttist

Á síðasta fundi félagsmálaráðs Akureyrarbæjar var lagt fram yfirlit biðlista eftir öldrunarrýmum á svæði Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri 1. október sl. Þá biðu 9 eftir dvalarrýmum og 12 eftir hjúkrunarrýmum. Biðlistar hafa styst verulega á árinu en í janúar biðu 24 eftir dvalarrýmum og 20 eftir hjúkrunarrýmum. Félagsmálaráð fagnar þeirri jákvæðu þróun sem birtist í þessum biðlistatölum en minnir á að ástæða er til að fylgjast vel með þróuninni áfram þar sem reynslan hefur sýnt að sívaxandi fjöldi aldraðra og breytingar á þjónustuframboði, bæði innan og utan bæjarkerfisins, hafa veruleg áhrif á eftirspurn eftir öldrunarrýmum.

Nýjast