Bæta verður þjónustu Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri

Kristján Þór Júlíusson
Kristján Þór Júlíusson

„Það getur ekki verið ásættanlegt að bærinn hafi þurft að greiða rúmar 100 milljónir króna vegna halla af rekstri Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri á síðustu þremur árum, hvorki fyrir bæinn né ríkið,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.

Akureyrarbær sér um rekstur stöðvarinnar, samkvæmt þjónustusamningi við ríkið, en á flestum öðrum stöðum sér ríkið alfarið um rekstur heilsugæslustöðva. Rekstrarhallinn á síðustu þremur árum er samtals 105 milljónir króna.

Langur biðlisti

Á síðasta ári var biðlisti eftir lækni á Heilsugæslustöðinni á Akureyri að jafnaði liðlega fimm dagar. Á Ísafirði er til dæmis nánast engin bið. „Ég hef lengi haft áhyggjur að þessum langa biðtíma og við verðum að leita allra leiða til að stytta hann og bæta þjónustuna,“ segir Kristján Þór.

 

Nánar um þetta í prentútgáfu Vikudags

Nýjast