Bæjarráð samþykkti aukafjárveit- ingu til Skautafélags Akureyrar

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum fyrir helgi, aukafjárveitingu til Skautafélags Akureyrar að upphæð kr. 3.800.000 til greiðslu á uppsafnaðri skuld þeirra við Norðurorku, sem er að stærstum hluta til komin vegna meiri orkunotkunar. Fundur bæjarráðs að þessu sinni var haldinn í félagsmheimilinu Múla í Grímsey.  

Málefni Skautafélgsins voru til umfjöllunar á fundi íþróttaráðs nýlega, þar sem framkvæmdastjóri íþróttadeildar lagði fram yfirlit yfir orkukostnað í Skautahöllinni 2003-2010 þar sem fram kemur að kostnaður hefur aukist á undanförnum árum umfram framlög Akureyrarbæjar til rekstrarins. Íþróttaráð óskaði eftir því við bæjarráð að samþykkt yrði aukafjárveiting til Skautafélags Akureyrar að upphæð kr. 3.800.000 sem notist til greiðslu á áðurnefndri skuld.

Nýjast