Bæjarráð samþykkti að leggja 2 milljónir í nýtt skelræktarfélag

Á fundi bæjarráðs Akureyrar í morgun var tekið fyrir erindi frá Birni Gíslasyni f.h. Tækifæris hf þar sem óskað var eftir þátttöku Akureyrarbæjar í endurreisn skelræktar við Hrísey með hlutafjárframlagi að upphæð kr. 2.000.000 í nýju skelræktarfélagi. Bæjarráð samþykkti hlutafjárframlag að upphæð 2 milljónir króna.  

Eins og fram hefur komið var félagið Norðurskel ehf. í Hrísey úrskurðað gjaldþrota í síðasta mánuði. Félagið hafði verið í greiðslustöðvun frá lokum nóvember, þar sem reynt var að endurskipulegga fjármál félagsins og fá nýja fjárfesta að rekstrinum.  Norðurskel ehf. var stofnað árið 2000 og var leiðandi aðili í þróun kræklingaræktar á Íslandi. Alls störfuðu fimm manns hjá félaginu.

Nýjast