Trésmiðjan Ösp átti næst lægsta tilboð, rúmar 15,1 milljón króna, eða 71% af kostnaðaráætlun, Spor 33 ehf. bauð um 16 milljónir, eða 75% af kostnaðaráætlun, ÁK smíði ehf. bauð rúmar 17,1 milljón, eða um 80% af kostnaðaráætlun og Arnarholt ehf. bauð rúmar 18,5 milljónir króna eða 86,8% af kostnaðaráætlun. Verktíminn er frá mars til 20. júní en skrifstofa Eyjafjarðarsveitar verður flutt í heimavistarhús Hrafnagilsskóla síðar á þessu ári.