Ráðið mun taka þátt í málþinginu Bara gras? sem haldið verður á Akureyri lok maí og er samstarfsverkefni um 20 hreyfinga og samtaka. Málþingið er ætlað foreldrum og markmiðið er að fræða foreldra um skaðsemi kannabis og hjálpa þeim að leita sér upplýsinga.
Á fundi samfélags- og mannréttindaráðs var einnig lögð fram til kynningar skýrslan Fyrsta ölvunin: Umhverfi og félagslegt samhengi fyrstu ölvunarinnar meðal 15-19 ára skólanema á Íslandi. Skýrslan var unnin af Rannsóknum & greiningu. Þar kemur m.a. fram að tíðni ölvunardrykkju eykst á milli loka grunn- og framhaldsskóla og einnig á milli ára innan framhaldsskólans.