Auglýst eftir þátttakendum í forvali vegna Vaðlaheiðarganga

Vegagerðin, fyrir hönd Vaðlaheiðarganga hf, hefur auglýst eftir þátttakendum í forvali vegna jarðganga milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals, ásamt byggingu tilheyrandi forskála og vega. Um er að ræða 9,5 m breið, 7,2 km löng jarðgöng í bergi, styrkingu ganga, raf- og stjórnbúnað þeirra, um 320 m langa steinsteypta vegskála  og um 4,0 km langa vegi.  

Forvalsgögn eru á ensku og samskipti á forvalstíma mega vera á ensku, dönsku, sænsku eða norsku, auk íslensku. Útboðsgögn verða á íslensku og öll samskipti á útboðs- og samningstíma verða á íslensku. Forvalið er einnig auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Skila skal útfylltum forvalsgögnum í lokuðu umslagi til Vegagerðarinnar Borgartúni 7 í síðasta lagi þriðjudaginn 3. maí nk.

Nýjast