Auglýst eftir bormönnum Íslands

Ósafl, sem er í eigu ÍAV og svissneska fyrirtækisins Matri, auglýsir eftir starfsmönnum við gerð Vaðlaheiðarganga. Formlegar framkvæmdir hefjast vænantlega í vor Eyjafjarðarmegin og er auglýst eftir jarðgangamönnum, bifvélavirkjum, tækjastjórum og bílstjórum. Jón Leví Hilmarsson verkefnisstjóri hjá Ósafli segir að í byrjun verði ráðnir 10 til 15 starfsmenn sem sjái um ýmsa undirbúningsvinnu. „Þegar sjálf gangagerðin hefst verða svo ráðnir fleiri starfsmenn,“ segir Jón Leví.

Auglýsingin birtist í prentútgáfu Vikudags, sem kemur út í dag

Nýjast