Atli Sigurjónsson íþróttamaður Þórs árið 2010
Knattspyrnumaðurinn Atli Sigurjónsson var í dag valinn íþróttamaður ársins 2010 hjá Þór, í opnu húsi í
Hamri þar sem sl. ár hjá Þór var gert upp. Atli, sem er 19 ára, átti frábært tímabil með Þór sem
tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni í sumar. Hann var einn allra besti leikmaður liðsins og sýndi mikil framför á vellinum
í sumar. Atli er því vel að titlinum kominn.
Þá var Óðinn Ásgeirsson valinn körfuknattleiksmaður ársins og Hörður Fannar Möller taekwondomaður ársins.
Nýjast