Árekstur á Víkurskarði

Flutningabifreið og fólksbíll skullu saman í vestanverðu Víkurskarði um tíuleytið í morgun.  Veginum var lokað vegna óhappsins fram eftir morgni, á meðan verið var að koma bílunum af vettvangi. Gunnar Jóhannesson hjá lögreglunni á Akureyri segir að engin slys hafi orðið á fólki, en aðstæður í Víkurskarði verið mjög erfiðar. Blindbylur var þar og 10 stiga frost, þannig að erfitt var að athafna sig á svæðinu.

Nýjast