Annríki í sjúkrafluginu

Mikið annríki hefur verið í sjúkraflugi hjá Slökkviliði Akureyrar. Í júnímánuði var farið í 48 sjúkraflug á 30 dögum. Flogið er með Beechcraft King Air 200 vél Mýflugs og með í för er ávallt neyðarflutningsmaður frá Slökkviliði Akureyrar. Á sama tíma í fyrra hafði verið farið í 193 sjúkraflug en nú í ár er talan komin í 220 flug með 233 sjúklinga, eða um 13 % aukning á milli ára. Ef heldur fram sem horfir stefnir í að fjöldinn aukist enn á milli ára en árið 2006 var farið í 452 sjúkraflug.

Nýjast