Andrésar Andar leikarnir verða settir á morgun, þriðjudaginn 26. apríl, á Ráðhústorginu á Akureyri en þetta er í 36. skiptið sem leikarnir fara fram. Að vanda er keppt í Hlíðarfjalli.
Keppt er í svigi, stórsvigi og skíðagöngu og hefst keppnin á miðvikudeginum 27. apríl og stendur fram á föstudag. Það er krakkar á aldrinum 6-14 ára sem keppa á mótinu og eru 630 keppendur skráðir til leiks.