Andrésar Andar leikarnir á skíðum settir í kvöld

Andrésar Andar leikarnir á skíðum voru settir á Ráðhústorgi fyrr í kvöld, eftir að keppendur, aðstandendur, fararstjórar og þjálfarar höfðu gengið fylktu liði frá Glerártorgi. Þetta er í 36. skiptið sem leikarnir fara fram. Keppni í svigi, stórsvigi og skíðagöngu hefst svo í Hlíðarfjalli í fyrramálið en keppni lýkur keppni á föstudag.  

Um 630 krakkar á aldrinum 6-14 ára, frá 18 skíðafélögum um allt land, keppa á mótinu og er það fækkun á keppendum frá því í fyrra, þegar þeir voru um 750 talsins.

Nýjast