Akureyri og Valur mætast aftur á fimmtudag

Eins og flestum er orðið kunnugt þurftu Akureyringar að sjá á eftir Eimskipsbikarnum í hendur Valsmanna í úrslitaleiknum í handbolta karla í Laugardalshöllinni í gær.

Akureyringar þurfa þó ekki að bíða lengi eftir að svara fyrir það tap en liðin mætast einmitt í næstu umferð N1-deildarinnar næstkomandi fimmtudag, þann 3. mars, á heimavelli norðanmanna.

Valur er í sjötta sæti deildarinnar með 12 stig og er hver leikur úrslitaleikur fyrir þá um að komast í úrslitakeppnina í vor. Reikna má því með að þeir mæti dýrvitlausir til leiks, fullir sjálfstrausts eftir bikarleikinn.

Akureyri er hins vegar í fínum málum í deildinni með sex stiga forystu á toppnum eða 25 stig.

Nýjast