Akureyri mætir toppliðinu

Mynd/Sævar Geir.
Mynd/Sævar Geir.

Akureyri þarf nauðsynlega á sigri að halda gegn Haukum í kvöld er liðin mætast í Hafnarfirði í N1-deild karla í handknattleik. Akureyri situr í sjötta sæti deildarinnar með tólf stig, líkt og HK, og er þremur stigum frá fjórða sætinu. Efstu fjögur lið deildarinnar komast í úrslitakeppnina um Íslandsmeistaratitilinn í vor en Haukar, FH, Fram og ÍR verma fjögur efstu sætin.

Haukar hafa verið að missa flugið og tapað þremur leikjum í röð. Akureyri hefur hins vegar ekki unnið í sex leikjum í röð og tapaði nú síðast gegn Fram á útivelli sl. helgi, 23-30. Leikur Hauka og Akureyrar í kvöld hefst kl. 18:00 í Schenkerhöllinni.

Nýjast