SA Víkingar og SA Jötnar mætast í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld kl. 19:30 á Íslandsmóti karla í íshokkí. Síðast þegar liðin mættust höfðu Jötnar óvænt betur, 3:2. Víkingar eru 12 stigum fyrir ofan Jötna með 18 stig í öðru sæti deildarinnar en Jötnar hafa sex stig í neðsta sæti. Með sigri í kvöld geta Víkingar minnkað forystu SR á toppi deildarinnar niður í eitt stig.