Akureyrarkirkja og Glerárkirkja

Búist er við góðri kirkjusókn um jólin. Hér fyrir neðan má sjá helgihald í Akureyrarkirkju og Glerárkirkju um jólin

Akureyrarkirkja:

Aðfangadagur.

Aftansöngur, kl. 18.00.
Prestur er sr. Svavar Alfreð Jónsson. Kór Akureyrarkirkju syngur.
Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.
Miðnæturmessa kl. 23.30.
Prestur er sr. Hildur Eir Bolladóttir. Kammerkórinn Hymnodia syngur.
Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.

Jóladagur.
Hátíðarmessa kl. 14.00.
Prestur er sr. Svavar Alfreð Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.
Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.

Annar dagur jóla.
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00.
Prestur er sr. Sunna Dóra Möller. Barnakórar kirkjunnar og krakkar í
TTT-starfinu leika helgileik. Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.
Jólatrésskemmtun í Safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni.
Guðsþjónusta í Minjasafnskirkjunni kl. 17.00.
Prestur er sr. Hildur Eir Bolladóttir. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.
Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir

Glerárkirkja:

Aðfangadagur

Aftansöngur kl. 18:00. Blásarasveit tekur á móti kirkjugestum. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar, Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots.

Miðnæturmessa kl. 23:00. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir og Pétur Björgvin Þorsteinsson djákni þjóna. Kór Glerárkirkju syngur og leiðir almennan söng undir stjórn Valmars Väljaots. Guðrún Arngrímsdóttir syngur einsöng.

Jóladagur

Hátíðarmessa kl. 14:00. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur.

Annar dagur jóla

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 13:00. Sr. Gunnlaugur Garðarsson og Pétur Björgvin Þorsteinsson djákni þjóna. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots. ,,Litli leikklúbburinn" flytur helgileik.

karleskil@vikudagur.is

Nýjast