Mikil umræða hefur verið undanfarnar vikur um millilandaflug til og frá Akureyri og þá hvort Akureyrarflugvöllur sé fýsilegur kostur sem landsbyggðarvöllur fyrir millilandaflug. Vikudagur greindi frá því fyrir skemmstu að flugvél frá Riga hefði hætt við að lenda á Akureyri þrátt fyrir gott veður og lent þess í stað á Keflavíkurflugvelli. Þá var flugvél á leið til Akureyrar frá Tenerife snúið við til Keflavíkur nýverið vegna ókyrrðar í lofti, eftir að hafa sveimað yfir vellinum í töluverðan tíma.
Ingimar Örn Karlsson, flugmaður hjá Flugfélagi Íslands, hefur margra ára reynslu í að lenda á Akureyrarflugvelli. Vikudagur spjallaði við Ingimar og fékk hann til útskýra lendingarskilyrðin og hvort völlurinn sé erfiðari en aðrir flugvellir. Nálgast má viðtalið í prentútgáfu blaðsins.