Einnig ræðir Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur hjá Matís, um sóknarfæri í sjávarútvegi við breyttar aðstæður og Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, og Ólöf Ýr Lárusdóttir, forstjóri Vélfags ehf, fjalla um þau áhrif sem breytingarnar gætu haft á fyrirtæki sem byggja afkomu sína á þjónustu við sjávarútveginn. Að loknum framsöguerindum verður mælendaskrá opnuð og boðið upp á fyrirspurnir og almennar umræður. Íbúar á Eyjafjarðarsvæðinu eru hvattir til að mæta til fundarins og taka þátt í umræðum um brýn hagsmunamál svæðisins. Að fundinum standa Akureyrarkaupstaður, Samtök atvinnurekenda á Akureyri og verkalýðsfélögin á Akureyri.