11. október, 2007 - 13:09
Búið er að þingfesta í Héraðsdómi Norðurlands eystra mál gegn fjórum Akureyringum og er hér á ferðinni endurupptaka í ,,netbankamálinu" svokallaða. Í málinu eru fjórmenningarnir ákærðir fyrir að hafa misnotað aðgang sinn að gjaldeyrisviðskiptakerfi í Netbanka hlutafélagsins Glitnis með því að nýta sér með kerfisbundnum og sviksamlegum hætti kerfisvillu í gjaldeyrisviðskiptakerfinu," eins og segir í ákæru.
Sem fyrr sagði er málið nú tekið fyrir í annað sinn en Hæstiréttur vísaði því frá á sínum tíma vegna formgalla, þ.e. að sá sem gaf út ákæruna hafði ekki til þess heimild. Sá fjórmenninganna sem mest fé hafði út úr netviðskiptunum náði í 24 milljónir króna í um 3 þúsund færslum.