"Þar sem viðræður eru árangurlausar mun nefndin fara yfir hvernig aðgerðir við förum í og hvar og hvenær við getum boðað vinnustöðvanir. Þetta er gert til að þrýsta á gerð nýs kjarasamning sem er greinilega ekki í burðarliðnum. Ríkisstjórnin og LÍÚ eru enn að deila," sagði Björn og bætti við að samninganefnd Einingar-Iðju verði kölluð saman á morgun fimmtudag til að fara yfir stöðu mála. Þetta kemur fram á vef Einingar-Iðju.