Aðgerðarnefnd SGS fundar

Fundi samninganefndar Starfsgreinasamband Íslands og Samtaka atvinnulífsins lauk seinni partinn í gær en á honum hafnaði SA tilboði því sem SGS kom með fyrir páska. Tilboðið hljóðaði upp á stuttan samning og ákveðnar greiðslur og segir Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju að SGS hefði lýst því yfir að viðræðurnar væru árangurslausar og var aðgerðarnefnd SGS kölluð saman til fundar nú fyrir hádegi.  

"Þar sem viðræður eru árangurlausar mun nefndin fara yfir hvernig aðgerðir við förum í og hvar og hvenær við getum boðað vinnustöðvanir. Þetta er gert til að þrýsta á gerð nýs kjarasamning sem er greinilega ekki í burðarliðnum. Ríkisstjórnin og LÍÚ eru enn að  deila," sagði Björn og bætti við að samninganefnd Einingar-Iðju verði kölluð saman á morgun fimmtudag til að fara yfir stöðu mála. Þetta kemur fram á vef Einingar-Iðju.

Nýjast