Sigfús Helgason, formaður Þórs, mun þó ekki leiða félagið í viðræðum við Akureyrarbæ, þetta tilkynnti hann í lok fundar. Ástæðuna sagði Sigfús vera að stór orð hefðu fallið um persónu hans á lokuðum fundum hjá stjórnarmönnum bæjarins. Sigfús sagði að við slíkar aðstæður væri ekki hægt að vinna og fól hann því varaformanninum, Árna Óðinssyni, að leiða félagið í viðræðum við Akureyrarbæ.
Fram kom í máli Sigfúsar að á fundi Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur bæjarstjóra og Ólafs Jónssonar, formanns Íþróttaráðs Akureyrar, með fulltrúum Ungmennafélags Akureyrar og fulltrúa frá UMFÍ í dag hafi það verið ákveðið að uppbygging frjálsíþróttasvæðis fyrir Landsmótið árið 2009 verði í Naustahverfi.