Stefán B. Gunnlaugsson, lektor við HA, kynnir niðurstöður skýrslu Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri um áhrif breytinga á fiskveiðistjórnun á sjávarútveginn og sérstaklega litið til áhrifa á Eyjafjarðarsvæðið. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju og Ólöf Ýr Lárusdóttir, forstjóri Vélfags ehf flytja einnig framsögu um hvaða áhrif breytingarnar gætu haft á fyrirtæki á Eyjafjarðarsvæðinu sem byggja afkomu sína á þjónustu við sjávarútveginn. Björn og Ólöf fjalla um spurninguna frá sínum bæjardyrum. Að loknum framsöguerindum verður boðið upp á fyrirspurnir og almennar umræður. Fundarstjóri verður Óskar Þór Halldórsson fréttamaður. Íbúar á Eyjafjarðarsvæðinu eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum um brýn hagsmunamál svæðisins. Að fundinum standa Akureyrarbær, Samtök atvinnurekenda á Akureyri og Verkalýðsfélögin í Eyjafirði.