Séra Guðrún Eggertsdóttir er sjúkrahúsprestur á Akureyri, þar skipuleggur hún helgihald og sálgæslu á stofnuninni og sinnir kærleiksþjónustu við sjúklinga og aðstandendur þeirra. Í starfinu felst einnig stuðningur og sálgæsla gagnvart starfsmönnum. Guðrún þekkir það af eigin raun að ganga í gegnum erfiðleika því hún missti son fyrir rúmlega tuttugu árum. Hún fann köllun til þess að gerast prestur og láta gott af sér leiða og byrjaði nýja kafla á Akureyri.
Vikudagur spjallaði við Guðrúnu um trúna, gleðina, sorgina og annað sem lífið hefur upp á að bjóða en nálgast má viðtalið í prentúgáfu Vikudags.