Gauti Einarsson lyfjafræðingur stofnaði Akureyrarapótek árið 2010 ásamt Jónínu Freydísi Jóhannesdóttur og endurvakti í leiðinni rótgróið nafn á apóteki í bænum. Hann segir sterkan hvata vera á meðal bæjarbúa um að versla í heimabyggð og nafnið eigi sérstakan sess í hugum fólks. Gauti segir það hafa verið áskorun að fara í samkeppni við risana á markaðnum.
Gauti er haldinn söfnunaráráttu, hlustar á vínylplötur og les teiknimyndasögur í frístundum.
Vikudagur heimsótti Gauta í Akureyrarapótek en viðtalið má nálgast í prentútgáfu blaðsins.