30. október - 6. nóember - Tbl 44
Sorphirðumál í Svalbarðsstrandahreppi - Þriggja tunnu kerfi tekið upp
Svalbarðsstrandarhreppur mun útvega íbúum sveitarfélagsins nýjar tunnur undir sorp og endurvinnsluefni án endurgjalds. Stefnt er að því að þriggja tunnu kerfi verði komið í gagnið 1. janúar 2025.
Ný lög um úrgangsmál tóku gildi 1. janúar 2023. Sveitarstjórn hefur lagt áherslu á að leita hagkvæmustu leiða við að uppfylla skilyrði laganna og nýta kerfið sem fyrir er eins og hægt er.
Í ljósi þess að Úrvinnslusjóður er hættur að greiða fyrir endurvinnsluefnin plast og pappír, nema efnunum sé safnað aðskildum við hvert heimili, ákvað sveitarstjórn að nauðsynlegt væriað bæta við þriðju tunnunni við hvert heimili.
Þegar þriggja tunnu kerfið verður komið í gagnið um áramót verður gámasvæði í Kotabyggð lokað.