Opnar fjórða veitingastaðinn

„Ég hélt að það væri varla hægt að búa til sósu eða fá hugmyndir án þess að fá sér í glas. En svo ko…
„Ég hélt að það væri varla hægt að búa til sósu eða fá hugmyndir án þess að fá sér í glas. En svo komst ég að því að það er vel hægt,“ segir Einar Geirsson m.a. í ítarlegu viðtali í Vikudegi. Mynd/Þröstur Ernir.

Einar Geirsson er umsvifamikill í veitingarekstri á Akureyri. Hann stefnir á að opna sinn fjórða stað í febrúar en fyrir rekur hann Rub 23, Bautann og Sushi Corner ásamt eiginkonu sinni Heiðdísi Fjólu Pétursdóttir.

Í frístundum finnst Einari fátt skemmtilegra en mótorsport og segist hafa mun meiri orku eftir að hann hætti að drekka fyrir fimm árum. Lífið hefur ekki alltaf verið dans á rósum hjá Einari en hann og kona hans misstu son sinn sem lést af slysförum árið 2017.

Vikudagur heimsótti Einar og spjallaði við hann um lífið og tilveruna en viðtalið má nálgast í prentúgáfu blaðsins.


Athugasemdir

Nýjast