Hjóla frá Danmörku til Parísar

Kristinn J. Reimarsson og Jón Þór Jónsson.
Kristinn J. Reimarsson og Jón Þór Jónsson.

Tveir hjólreiðarmenn frá Akureyri, þeir Kristinn J. Reimarsson og Jón Þór Jónsson, eru á meðal þátttakenda í hjólaliðinu Team Rynkeby. Um er að ræða góðgerðarverkefni sem hófst árið 2002 þegar nokkrir starfsmenn danska safaframleiðandans Rynkeby Foods ákváðu að hjóla frá Danmörku til Parísar.

Team Rynkeby hefur síðan þá stækkað ár frá ári. Þátttakendur í ár verða rúmlega 2.600 í 54 liðum frá öllum Norðurlöndunum og í fyrsta skipti í ár verður lið frá Þýskalandi. Ísland var með þátttökulið í fyrsta sinn árið 2017 og hefur liðið hjólað til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna. Í fyrra safnaðist rúm sextán og hálf milljón króna.

Íslenska liðið er skipað 38 hjólurum ásamt níu manna aðstoðarteymi. Kristinn J. Reimarsson segir í samtali við Vikudag að um samfélagsverkefni sé að ræða og því sé engin keppni í gangi á milli liða.

Rætt er við Kristinn í nýjasta tölublað Vikudags en með því að smella hér er hægt að gerast áskrifandi.


Nýjast