„Fyrst og fremst verður sveitarstjóri að hafa gaman af því að kynnast fólki, hlusta og vera forvitinn um nýjar leiðir til að leysa verkefni,“ segir Björg Erlingsdóttir.
Björg Erlingsdóttir er sveitarstjóri á Svalbarðsströnd en hún tók við embættinu fyrir um ári síðan. Vikudagur fékk Björgu í nærmynd og spurði hana einnig út í stöðuna í sveitarfélaginu. Hægt er að nálgast viðtalið í net-eða prentútgáfu blaðsins.
Það var ánægjulegt að taka á móti gestum í Messanum hjá DriftEA þegar Arctic Therapeutics opnaði formlega nýja, klínískt vottaða rannsóknastofu á Akureyri síðasta fimmtudag. Viðburðurinn markaði stóran áfanga í uppbyggingu lífvísinda og heilbrigðistækni á Norðurlandi.
Orkusalan býður í JólaStuð í Lystigarðinum á Akureyri þriðjudaginn 16.desember frá kl 16:00 - 20:00. JólaStuð er fjölskylduvænn og hátíðlegur viðburður með jólabasar, tónleikum með Páli Óskari og skemmtilegum heimsóknum. Orkusalan hefur sett upp frábæra dagskrá þar sem þú getur hlaðið batteríin og fyllt á þína orku í aðdraganda hátíðanna.
„Það er auðvitað jákvætt að ráðist hafi verið í nauðsynlegar úrbætur á lóðinni í Hamragerði. Það er hins vegar dapurlegt hversu langan tíma ferlið tók og hversu mikilli hörku nefndin þurfti að beita til að knýja fram úrbætur,“ segir Leifur Þorkelsson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.
Það er óhætt að fullyrða að það sé velboðið af eigendum Skógarbaðanna því eldri borgarar geta farið í böðin án endurgjalds frá og með deginum i dag og út fimmtudaginn eða eins og segir í ,,boðskorti" frá staðarhöldurum.
Nýrri aðkomuleið að bílastæði leikskóla hefur verið bætt við. Fyrir og um helgina hefur staðið yfir vinna við að bæta umferðaröryggi norðan við leik- og grunnskólann og íþróttamiðstöðina en afar erfitt ástand hefur verið þar undanfarnar vikur vegna mikillar umferðar og slæmrar birtu. Breytingarnar eru gerðar með öryggi barna og annarra gangandi vegfarenda að leiðarljósi.
Skipulags og umhverfisnefnd Hörgársveitar ákváðu á fundi sínum að veita hjónunum Aðalheiði Eiríksdóttir og Jónasi Magnúsi Ragnarssyni íbúum í Skógarhlíð 13 í Lónsbakkahverfi umhverfisverðlaun Hörgársveitar árið 2025 fyrir fallega og snyrtilega lóð.
„Umgengni um athafnasvæði Auto ehf. að Setbergi á Svalbarðsströnd er enn slæm,“ segir Leifur Þorkelsson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra. Ítrekað hefur verið gerð krafa um úrbætur og lögð áhersla á að sá hluti svæðisins sem snýr að þjóðvegi verði hreinsaður og spilliefni fjarlægð af lóðinni.
Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á rannsakendum. Sigríður Sía Jónsdóttir, dósent við Hjúkrunarfræðideild, er vísindamanneskja desembermánaðar.