Fjórir starfsmenn sem unnið hafa hjá Akureyrarbæ í 40 ár eða lengur voru á dögunum heiðraðir fyrir vel unnin störf. Þetta eru þau Helgi Friðjónsson verkstjóri ferliþjónustu, Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi, Regína Þorbjörg Reginsdóttir starfsmaður á öldrunarheimilinu Hlíð og Sigurður Gunnarsson byggingastjóri hjá umhverfis- og mannvirkjasviði bæjarins.