Pétur Guðjónsson athafnamaður hefur yfirleitt margt á prjónunum sem tengist listsköpun á einn eða annan hátt. Hann hefur komið að ótal uppákomum og hátíðum á Akureyri og hefur auk þess starfað um árabil sem fjölmiðlamaður. Undanfarin ár hefur leiklist og tónlist átt hug Péturs og segir hann það vera sitt helsta áhugamál.
Vikudagur spjallaði við Pétur um sköpunargleðina, pönkið á unglingsárunum, vinnuna með unga fólkinu sem hann segir hafa gefið sér mikið og áhrifamikinn tíma á Laugalandi. Viðtalið má nálgast í prentútgáfu blaðsins.