Ynjur eru Íslandsmeistarar í íshokkí

SA Ynjur eru Íslandsmeistarar kvenna í íshokkí. Mynd: SAsport.is
SA Ynjur eru Íslandsmeistarar kvenna í íshokkí. Mynd: SAsport.is

Ásynj­ur og Ynj­ur léku til úrslita um Íslands­meist­ara­titil­inn í ís­hokkí í gærkvöld í Skauta­höll­inni á Ak­ur­eyri. Bæði lið eru á veg­um Skauta­fé­lags Ak­ur­eyr­ar (SA) en í lið Ynja eru leikmenn 20 ára og yngri gjaldgengir og lið Ásynja er skipað  eldri leikmönnum SA.

Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu og voru það ungu stelpurnar í ynjum sem leiddu eftir fyrsta og annan leikhluta, 1-0 og 2-1.

Ynjur settur svo í auka gírinn í lokaleikhlutanum, skoruðu tvívegis og gerðu út um leikinn. Lokatölur 4-1 og Ynjur því Íslandsmeistarar kvenna í íhokkí en Ásynjur urðu efstar í deildinni og eru deildarmeistarar.

Árangur Ynja er stórmerkilegur, ekki síst fyrir þá staðreynd að liðið er mjög ungt. Fyrirliðinn, Ragn­hild­ur Kjart­ans­dótt­ir er fædd árið 2000 en aldursforseti liðsins er Sil­vía Rán Björg­vins­dótt­ir, fædd 1999 og ekki orðinn 18 ára. Hún er jafnframt umtöluð sem besti leikmaður deildarinnar. Þá eru nokkrir leikmenn enn í grunnskóla og ein stúlknanna er aðeins 12 ára.

Sunna Björgvinsdóttir átti hörkuleik og skoraði 2 mörk, Silvía Rán átti 1 mark og stoðsendingu. Hilma Bóel Bergsdóttir skoraði 1.

Þá voru April Orongan og Saga Sigurðardóttir með sína stoðsendinguna hver.

Mark Ásynja skoraði Alda Ólína Arnarsdóttir.

Uppl. Og tölfræði fengin af mbl.is


Athugasemdir

Nýjast