Töpuðu fyrir nöfnum sínum í Þorlákshöfn

Þröstur Leó Jóhannsson, leikmaður Þórs Akureyri.
Þröstur Leó Jóhannsson, leikmaður Þórs Akureyri.

Leikur Þórsliðanna í Dominosdeildinni í körfubolta fór fram í Þorlákshöfn í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi allt til loka en svo fór að lokum að Þolákshafnarliðið hafði betur 73 – 68.

Leikurinn fór rólega af stað og jafnræði með liðunum framan af. Heimamenn leiddu í hálfleik 36–35.

Fram yfir miðjan fjórða leikhluta leiddu Akureyringar með allt að 5 stigum en þegar fjórar mínútur lifðu leiks jöfnuðu heimamenn 63-63. Þegar rétt innan við mínúta var til leiksloka var staðan jöfn 68-68 og lokaspretturinn æsispennandi. Þegar 18 sekúndur voru til leiksloka og staðan 71-68 misnotaði Lewis tvö vítaskot og þeir George Beamon og Ingvi Rafn reyndu báðir að skora þrista án árangurs. Á loka mínútunni skoruðu hins vegar heimamenn 5 stig af vítalínunni.
Fimm stiga tap Þórs frá Akureyri staðreynd og lokatölur leiksins urðu 73-68.

Líkt og svo oft áður var George Beamon stigahæstur gestanna með 17 stig 10 fráköst og 4 stoðsendingar, Ragnar Helgi var með 14 stig, Ingvi Rafn 10, Darrel Lewis hafði heldur hægt um sig og skoraði aðeins 9 stig, þá voru þeir Tryggvi Snær og Þröstur Leó með 8 stig hvor og Sindri Davíðsson 2.


Athugasemdir

Nýjast