Þórsarar komnir í 8 liða úrslit í bikarnum

Þórsarar hafa verið í miklu stuði undanfarið
Þórsarar hafa verið í miklu stuði undanfarið

Þór Ak­ur­eyri heldur sigurgöngu sinni áfram, nú í Maltbikarnum í körfubolta karla og er komið í 8 liða úr­slit eftir sig­ur á ná­grönn­um sín­um í Tindastóli frá Sauðárkróki í hörku­spenn­andi leik í Íþrótta­höll­inni á Ak­ur­eyri seinni partinn í dag.

Gríðarleg stemmning var í íþróttahöllinni en bæði lið hafa verið á miklu skriði í Dominos-deildinni og var því fyrirfram búist við hörku leik. Það gekk eftir, leikurinn var spennandi frá upphafi til enda.

Tinda­stóll leiddi í hálfleik, 50:44. Heimamenn sigu hins vegar fram úr í lokaleikhlutanum og lönduðu að lokum nokkuð sannfærandi sigri, 93:81.

Stiga­hæst­ur hjá heima­mönn­um var Dar­rel Keith Lew­is með 34 stig og 8 frá­köst en hjá Tindastóli var Ant­onio Hester stigahæstur með 32 stig og 11 frá­köst.


Athugasemdir

Nýjast