Stólarnir engin fyrirstaða í Höllinni

Tryggvi Snær Hlinason var í eldlínunni í kvöld.
Tryggvi Snær Hlinason var í eldlínunni í kvöld.

Segja má að Þórsarar hafi tekið forskot á þorrablótssæluna þegar þeir kjömsuðu hálfkæsta Tindastóla í sig í höllinni í kvöld þegar liðin mættust í Dominosdeild karla í körfubolta.

Leikurinn náði aldrei að verða spennandi því sprækir Þórsarar áttu allt í þessum leik, hálfleikstölur voru 63-34 heimamönnum í vil. Bæði lið voru særð eftir slæm töp í síðasta leik en Þórsarar höfðu greinilega náð að hrista þau vonbrigði og fóru á kostum. Öðru máli gegndi um Stólana sem virka vægast sagt vankaðir. Sigurinn var aldrei í hættu fyrir Akureyringa. Lokatölur urðu 100-85.

Með sigrinum stukku Þórsarar upp í 4. sæti deildarinnar með 14 stig en þó skal tekið fram að Grindvíkingar eiga leik inni og geta komist upp fyrir Akureyrarliðið með sigri á morgun.


Athugasemdir

Nýjast