Stefanía Daney með gull og nýtt Íslandsmet
Dagana 17-18.júní fór fram Berlín open Grand Prix sem er eitt af mótum Grand Prix mótana hjá IPC.
Alls fjórir frjálsíþróttamenn frá Íþróttasambandi fatlaðra (ÍF) kepptu á mótinu, þau Helgi Sveinsson, Patrekur Andrés Axelsson, Hulda Sigurjónsdóttir og Stefanía Daney Guðmundsdóttir úr íþróttafélaginu Eik á Akureyri.
Stefanía Daney átti stórgott mót en hún tók þátt í tveimur greinum. Í 400 metra hlaupi hljóp hún á tímanum 1:09,98 sem landaði henni bronsverðlaunum en besti tími hennar 1.08.97. Þá keppti hún einnig í langstökki. Í fyrsta stökki náði hún 4,21 en það var bara upphitun hjá henni, næstu stökk voru; 4,58 - 4,62, - 4,60. Í lokastökkinu náði hún loks frábæru stökki, - 4,74, sem tryggði henni gullverðlaun og nýtt Íslandsmet. Stefanía Daney tryggði sér með þessu glæsilega stökki farseðil á EM á næsta ári.