Jovan Kukobat semur við KA
Markvörðurinn Jovan Kukobat, 29 ára, sem lék með Akureyri handboltafélagi tímabilin 2012-13 og 2013-14 hefur gert eins árs samning við KA og leikur með liðinu á næsta tímabili.
Jovan hefur ekki verið aðgerðalaus frá því hann fór frá Akureyri vorið 2014 en hann hefur leikið í heimalandinu, Serbíu og Ísrael.
„Allir sem fylgdust með Jovan Kukobat þegar hann lék með Akureyri vita að þar er á ferðinni frábær markvörður og var einn besti maður Akureyrarliðsins á þessum tíma. Sjö sinnum var hann valinn maður Akureyrarliðsins tímabilið 2013-14 og var jafnframt valinn besti varnarmaður liðsins í lok tímabilsins,“ segir á heimasíðu KA.