Aldís Kara Bergsdóttir og Viktor Samúelsson voru íþróttafólk Akureyrar árið 2020. Aldís Kara er einnig tilnefnd í ár. Mynd/akureyri.is
Tilkynnt verður á fimmtudaginn næstkomandi um val á íþróttakarli og íþróttakonu Akureyrar fyrir árið 2021.
Oft hefur bæjarbúum verið boðið til athafnar við þetta tilefni, en vegna aðstæðna verður athöfnin lágstemmd og fámenn líkt og í fyrra. Íþróttabandalag Akureyrar (ÍBA) og Akureyrarbær standa að valinu en þetta er í 43. sinn sem framúrskarandi íþróttafólk sveitarfélagsins (áður íþróttamaður Akureyrar) er heiðrað.
Tíu efstu tilnefningar til íþróttakarls Akureyrar 2021:
Árni Bragi Eyjólfsson, KA, fyrir handbolta.
Baldvin Þór Magnússon, UFA, fyrir hlaup (millivegalengdir).
Brynjar Ingi Bjarnason, KA, fyrir knattspyrnu.
Gunnar Aðalgeir Arason, SA, fyrir íshokkí.
Isak Stianson, SKA, fyrir skíðagöngu.
Izaar Arnar Þorsteinsson, Akur, fyrir bogfimi.
Jóhann Gunnar Finnsson, FIMAK, fyrir hópfimleika.
Lárus Ingi Antonsson, GA, fyrir golf.
Þorbergur Ingi Jónsson, UFA, fyrir fjallahlaup.
Þorlákur Sigurðsson, Nökkvi, fyrir siglingar.
Myndband sem kynnir íþróttakarlana betur:
Tíu efstu tilnefningar til íþróttakonu Akureyrar 2021:
Aldís Kara Bergsdóttir, SA, fyrir listhlaup.
Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA, fyrir golf.
Anna María Alfreðsdóttir, Akur, fyrir bogfimi.
Arna Sif Ásgrímsdóttir, Þór vegna Þór/KA, fyrir knattspyrnu.
Karen María Sigurgeirsdóttir, Þór vegna Þór/KA, fyrir knattspyrnu.
Katla Björg Dagbjartsdóttir, SKA, fyrir alpagreinar.
Paula Del Olmo Gomez, KA, fyrir blak.
Rakel Sara Elvarsdóttir, KA vegna KA/Þór, fyrir handbolta.
Rut Jónsdóttir, KA vegna KA/Þór, fyrir handbolta.
Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir, UFA, fyrir hlaup (millivegalengdir og langhlaup).
Sauðburður er að hefjast þessa dagana í sveitum landsins og í mörg horn að líta. Þannig er það í Höfða í Grýtubakkahreppi þar sem eru tæplega 600 fjár.
,,Ný og glæsileg verslun Ormsson og HTH opnar á Norðurtorgi, Akureyri, í dag 8. maí. Hágæða innréttingar frá HTH ásamt fjölbreyttu úrvali raftækja frá fjölda þekktra framleiðenda fá nú að njóta sín í nýju og betra rými." Frá þessu segir í fréttatilkynningu.
Föstudagskvöldið 9. maí kl. 20-22 opnar Fríða Karlsdóttir sýninguna Þú veist hvað þau segja um…Föstudagskvöldið 9. maí kl. 20-22 opnar Fríða Karlsdóttir sýninguna Þú veist hvað þau segja um… í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri.
„Aldur er bara tala“ – ætti sannarlega að vera viðhorf hverrar manneskju í dag, enda viljum við búa þannig um hnútana að allir geti verið virkir og hraustir í sínu lífi, eins og framast er unnt. Aftur á móti, þegar kemur að ýmsum lykilþáttum í uppbyggingu samfélagsins, þá á sama viðhorf kannski ekki alveg við. Jú, aldur er ekkert annað en tala (sem breytist einu sinni á ári, og ekkert við það að athuga), en hópur eldri borgara á Akureyri er hins vegar ört stækkandi og það er tölfræði sem má ekki hundsa!
Mbl. greinir frá þvi í morgun að útlitið með rekstur verksmiðju PCC á Bakka sé dökkt, í viðtali við blaðið segir Kári Marís Guðmundsson, forstjóri PCC BakkaSilicon hf.,
Alþjóðlega sjávarútvegssýningin Seafood Expo Global í Barcelona á Spáni stendur yfir dagana 6.- 8. maí. Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum á sviði veiða, vinnslu og sölu sjávarafurða.
Þann 30. apríl sl. komu fulltrúar allra fimm Oddfellowstúkanna á Akureyri saman og færðu Sjúkrahúsinu á Akureyri rausnarlega gjöf til stuðnings við líknarþjónustu sjúkrahússins. Heildarfjárhæð peningagjafarinnar nam 1.245.000 krónum og er hún ætluð til að bæta aðstöðu í nýju aðstandendaherbergi á lyflækningadeildinni.