Aldís Kara Bergsdóttir og Viktor Samúelsson voru íþróttafólk Akureyrar árið 2020. Aldís Kara er einnig tilnefnd í ár. Mynd/akureyri.is
Tilkynnt verður á fimmtudaginn næstkomandi um val á íþróttakarli og íþróttakonu Akureyrar fyrir árið 2021.
Oft hefur bæjarbúum verið boðið til athafnar við þetta tilefni, en vegna aðstæðna verður athöfnin lágstemmd og fámenn líkt og í fyrra. Íþróttabandalag Akureyrar (ÍBA) og Akureyrarbær standa að valinu en þetta er í 43. sinn sem framúrskarandi íþróttafólk sveitarfélagsins (áður íþróttamaður Akureyrar) er heiðrað.
Tíu efstu tilnefningar til íþróttakarls Akureyrar 2021:
Árni Bragi Eyjólfsson, KA, fyrir handbolta.
Baldvin Þór Magnússon, UFA, fyrir hlaup (millivegalengdir).
Brynjar Ingi Bjarnason, KA, fyrir knattspyrnu.
Gunnar Aðalgeir Arason, SA, fyrir íshokkí.
Isak Stianson, SKA, fyrir skíðagöngu.
Izaar Arnar Þorsteinsson, Akur, fyrir bogfimi.
Jóhann Gunnar Finnsson, FIMAK, fyrir hópfimleika.
Lárus Ingi Antonsson, GA, fyrir golf.
Þorbergur Ingi Jónsson, UFA, fyrir fjallahlaup.
Þorlákur Sigurðsson, Nökkvi, fyrir siglingar.
Myndband sem kynnir íþróttakarlana betur:
Tíu efstu tilnefningar til íþróttakonu Akureyrar 2021:
Aldís Kara Bergsdóttir, SA, fyrir listhlaup.
Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA, fyrir golf.
Anna María Alfreðsdóttir, Akur, fyrir bogfimi.
Arna Sif Ásgrímsdóttir, Þór vegna Þór/KA, fyrir knattspyrnu.
Karen María Sigurgeirsdóttir, Þór vegna Þór/KA, fyrir knattspyrnu.
Katla Björg Dagbjartsdóttir, SKA, fyrir alpagreinar.
Paula Del Olmo Gomez, KA, fyrir blak.
Rakel Sara Elvarsdóttir, KA vegna KA/Þór, fyrir handbolta.
Rut Jónsdóttir, KA vegna KA/Þór, fyrir handbolta.
Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir, UFA, fyrir hlaup (millivegalengdir og langhlaup).
Vinnumálastofnun mun á næstu vikum hafa aukna viðveru á Húsavík. Starfsfólk þeirra mun hafa aðstöðu á Skrifstofu stéttarfélaganna, Garðarsbraut 26, venju samkvæmt.
Það verður sannkölluð jólastemming í Norðurþingi alla aðventuna! Fyrirtæki, íbúar og stofnanir eru hvött til standa fyrir viðburðum eða uppákomum til að koma íbúum, sem og gestum og gangandi, í jólaskapið.
Sæfari hefur hafið siglingar á ný milli Dalvíkur og Grímseyjar eftir að hafa verið í slipp allan október vegna viðhalds. Fyrsta áætlunarferðin er í dag, með siglingu til Hríseyjar, og á morgun fer fyrsta ferðin til Grímseyjar eftir hléið.
Það er fátt sem reynir meira á mann en að verða veikur, nema kannski að upplifa að manni sé ekki trúað. Þegar líkaminn bregst, en samfélagið virðist efast. Þegar fólk sem stendur í daglegu stríði við orkulítið líf og stöðug hjartsláttarónot finnur að kerfið sér það ekki.
Hvenær verður vandi að krísu?
Að íslensk leikskólabörn séu æ oftar farin að spjalla sín á milli á ensku, telja á ensku, þekkja litina á ensku: Vandi eða krísa? Að nærri helmingur drengja geti ekki lesið sér til gagns: Vandi eða krísa? Að Ísland sé neðst Norðurlanda þegar kemur að lesskilningi nemenda, og að staðan sé sú að fá þátttökuríki PISA hafi lækkað jafnmikið frá síðustu aldamótum: Vandi eða krísa?
Ég biðst afsökunar á því að komast ekki á fundinn núna á fimmtudaginn. Þar hefði ég sannarlega viljað vera og heyra álit ykkar á skipulagsmálum. Ekki síst þeirri þéttingarstefnu sem bæjaryfirvöld hafa sett á oddinn nú um alllangt skeið.
Jóhannes Geir Sigurgeirsson frá Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit hlaut viðurkenningu fyrir störf í þágu ferðaþjónustu á uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi sem haldin var í Skagafirði nýverið.
Alvarlegt ástand malarvega í Þingeyjarsveit var til umræðu á fundi sveitarstjórnar á dögunum, en á þessu kjörtímabili hefur sveitarstjórn bókað þrisvar sinnum um bágt ástand þeirra.
„Rótarý hefur gefið mér margt. Félagsskapurinn er ómetanlegur – það að kynnast fólki úr ólíkum geirum og með mismunandi reynslu hefur bæði víkkað sjóndeildarhring minn og veitt mér innblástur. Ég hef einnig fengið tækifæri til að taka þátt í verkefnum sem hafa raunveruleg áhrif á líf annarra, bæði hér heima og erlendis,“ segir Elín Hrönn Einarsdóttir félagi í Rótarýklúbbi Akureyrar. Hún starfar sem iðjuþjálfi/ráðgjafi hjá Starfsendurhæfingu Norðurlands.