Aldís Kara Bergsdóttir og Viktor Samúelsson voru íþróttafólk Akureyrar árið 2020. Aldís Kara er einnig tilnefnd í ár. Mynd/akureyri.is
Tilkynnt verður á fimmtudaginn næstkomandi um val á íþróttakarli og íþróttakonu Akureyrar fyrir árið 2021.
Oft hefur bæjarbúum verið boðið til athafnar við þetta tilefni, en vegna aðstæðna verður athöfnin lágstemmd og fámenn líkt og í fyrra. Íþróttabandalag Akureyrar (ÍBA) og Akureyrarbær standa að valinu en þetta er í 43. sinn sem framúrskarandi íþróttafólk sveitarfélagsins (áður íþróttamaður Akureyrar) er heiðrað.
Tíu efstu tilnefningar til íþróttakarls Akureyrar 2021:
Árni Bragi Eyjólfsson, KA, fyrir handbolta.
Baldvin Þór Magnússon, UFA, fyrir hlaup (millivegalengdir).
Brynjar Ingi Bjarnason, KA, fyrir knattspyrnu.
Gunnar Aðalgeir Arason, SA, fyrir íshokkí.
Isak Stianson, SKA, fyrir skíðagöngu.
Izaar Arnar Þorsteinsson, Akur, fyrir bogfimi.
Jóhann Gunnar Finnsson, FIMAK, fyrir hópfimleika.
Lárus Ingi Antonsson, GA, fyrir golf.
Þorbergur Ingi Jónsson, UFA, fyrir fjallahlaup.
Þorlákur Sigurðsson, Nökkvi, fyrir siglingar.
Myndband sem kynnir íþróttakarlana betur:
Tíu efstu tilnefningar til íþróttakonu Akureyrar 2021:
Aldís Kara Bergsdóttir, SA, fyrir listhlaup.
Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA, fyrir golf.
Anna María Alfreðsdóttir, Akur, fyrir bogfimi.
Arna Sif Ásgrímsdóttir, Þór vegna Þór/KA, fyrir knattspyrnu.
Karen María Sigurgeirsdóttir, Þór vegna Þór/KA, fyrir knattspyrnu.
Katla Björg Dagbjartsdóttir, SKA, fyrir alpagreinar.
Paula Del Olmo Gomez, KA, fyrir blak.
Rakel Sara Elvarsdóttir, KA vegna KA/Þór, fyrir handbolta.
Rut Jónsdóttir, KA vegna KA/Þór, fyrir handbolta.
Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir, UFA, fyrir hlaup (millivegalengdir og langhlaup).
Akureyrarvaka var sett i gær eins og fólk er kunnugt, óhætt er að fullyrða að út um allan bæ má sjá þess merki að það sé hátíð í bæ. Hilmar Friðjónsson er okkur haukur í horni sem fyrr hann lætur sig ekki vanta þegar eitthvað stendur til, hann tekur skemmtilegar myndir og býður afnot af þeim.
Aðalfundur Kaldbaks ehf. fór fram fimmtudaginn 21. ágúst. Þar var ársreikningur félagsins fyrir árið 2024 samþykktur. Í tölunum má sjá að rekstur félagsins gekk vel á árinu og afkomu- sem og eignaþróun endurspeglar sterka fjárhagsstöðu Kaldbaks. Hagnaður samstæðu Kaldbaks nam rúmum 2,3 milljörðum króna og eigið fé stóð í 36 milljörðum við árslok. Árið áður nam hagnaður samstæðunnar um 9,5 milljarði en á því ári innleysti félagið um 7 milljarða söluhagnað af eignum sínum.
Samkvæmt lögum ber að brunatryggja öll hús á Íslandi og er tryggingaupphæðin byggð á brunabótamati hússins, en mikilvægt er að fylgjast með brunabótamatinu.
Líkan af síðutogaranum Harðbak EA 3 verður afhjúpað við hátíðlega athöfn nyrst á Torfunefsbryggju á laugardag, 30. ágúst kl. 14. Fyrrum sjómenn á ÚA togurum stóðu fyrir gerð þess, en það smíðaði Elvar Þór Antonsson líkt og fimm önnur líkön sem fyrrverandi togararajaxlar hafa látið smíða af skipum sem gerð voru út af Útgerðarfélagi Akureyringar í áranna rás.
Eyrarfest er ný hverfishátíð á Oddeyrinni, en hún verður haldin hátíðleg á laugardaginn kemur, 30. ágúst. Dagurinn byrjar með fróðlegri gönguferð um Eyrina með Arnóri Blika Hallmundssyni, en mæting er kl. 11.00 á Eiðisvöll.
Haldin verður hátíðleg minningarathöfn í tilefni 150 ára afmælis íslenskra landflutninga til Kanada á Minjasafninu á Akureyri á laugardag, 30. ágúst frá kl. 13:00 til 14:30.