Hlíðarfjall heimavöllur landsliðanna

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála og Jón Viðar Þorvaldsson framkvæmdarstjóri SKÍ hands…
Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála og Jón Viðar Þorvaldsson framkvæmdarstjóri SKÍ handsala samninginn. Mynd/Akureyrarbær.

Skíðasamband Íslands (SKÍ) og Akureyrarbær hafa undirritað samning um áframhaldandi samstarf. Framlag Akureyrarbæjar til samningsins er annars vegar að útvega SKÍ skrifstofuaðstöðu fyrir starfsstöð SKÍ og hins vegar að leggja fram skíðasvæðið í Hlíðarfjalli sem heimavöll íslensku landsliðanna á skíðum.

„Akureyrarbæ mun í samvinnu við SKÍ kappkosta að hafa aðstæður sem bestar til æfinga á hverjum tíma. Með samstarfssamningnum eru báðir aðilar að leggja sitt af mörkum til að auka enn frekar framgang skíðaíþróttarinnar á Íslandi og bæta aðstæður til iðkunnar hennar,“ segir á vef Akureyrarbæjar.


Athugasemdir

Nýjast