Auðveld ákvörðun að snúa aftur

Stefán ásamt Haddi Júlíusi, formanni hkd. KA. Mynd:KA.is
Stefán ásamt Haddi Júlíusi, formanni hkd. KA. Mynd:KA.is

Stefán Árnason var á dögunum ráðinn þjálfari meistaraflokks KA í handbolta karla. Félagið mun tefla fram liði í 1. deild karla eftir að hafa slitið samstarfi við Þór um rekstur Akureyrar handboltafélags. 

Stefán skrifaði undir tveggja ára samning. „Stefán er ráðinn með það að markmiði að efla og styrkja Handknattleiksdeild KA. Hann er fyrsta ráðningin í þjálfarateymi nýstofnaðs meistaraflokks KA og auk þess mun hann stýra afreksþjálfun hjá félaginu.  Stefán er uppalinn í KA og hóf sinn þjálfaraferil á gula og bláa gólfinu. Stefán hefur mikla reynslu í þjálfun og hefur m.a. þjálfað ÍBV. Síðar meir tók Stefán við Selfoss og kom liðinu í deild þeirra bestu, ásamt því að stýra liðinu í vetur og náði mjög flottum árangri í efstu deild,“ segir á heimasíðu félagsins.

„Pláss fyrir KA í deildarkeppninni“

Vikudagur tók Stefán tali og spurði hann út í starfið.   „Ég held að miðað við þann hug sem er KA megin og þann vilja til að vera með eigið lið að þetta sé rétt ákvörðun, þ.e. að KA verði með lið í deildarkeppninni í handbolta,“ segir hann spurður að því hvort það sé rétt ákvörðun að vera með eigið lið í deildarkeppninni. „Það er mikill vilji til að gera þetta af krafti. Miðað við þær forsendur þá tel ég vera pláss fyrir KA í deildarkeppninni eins og staðan er í dag.“

Nálgast má viðtalið í heild sinni í prentútgáfu Vikudags.

- Vikudagur, 18. maí 2017


Athugasemdir

Nýjast